„Lágkúra“ og „ódrengskapur“ á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 14:56 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“ Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent