Boðar frumvarp svo bæta megi túlkaþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:44 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/daníel „Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál. Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
„Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar. Það er að segja, þegar sjóðurinn er búinn þá getur þetta fólk hvorki tjáð sig né notið félagslegra samskipta í samfélaginu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um störf þingsins í dag. Gerði hún Túlkasjóð að umtalsefni en sjóðurinn er uppurinn. Minnti Svandís þingmenn á að árið 2011 hefðu lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. „Þar kemur fram að ríki og sveitarfélög skuli trygga að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Nú er það svo að það liggur fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lögum sem lúta að dómstólum að heyrnarlausir búa við túlkaþjónustu í þessum geirum samfélagsins. Það sem út af stendur er það sem kallað er túlkun í daglegu lífi,“ sagði Svandís. Þingmaðurinn vísaði í dönsk lög þess efnis að heyrnarlausir og heyrnarskertir eigi rétt á túlkaþjónustu ávallt þess kost að sækja sér þjónustuna. Annars geti þeir ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra borgara. Svandís sagði þetta mjög skýrt í dönsku lögunum og sagði að um væri að ræða óhjákvæmilega lagabreytingu á Íslandi í kjölfarið á lögunum frá 2011. „Ég boða það að ég muni leggja fram að, vonandi með þverpólitískri aðkomu, frumvarp í þessum anda, svo við hverfum frá þeirri stöðu að ár eftir ár búi heyrnarlausir við það að þurfa a þola skert tjáningarfrelsi mánuðum saman.“ Þingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Óttarr Proppé tóku undir orð Svandísar varðandi túlkaþjónustu. Sagði Ragnheiður að það væri óásættanlegt að rétturinn til að vera virkur þegn í samfélaginu væri tekinn af þeim sem tala táknmál.
Alþingi Tengdar fréttir Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Þingmaður ósáttur við viðbrögð banka Segir stóru viðskiptabankana þrjá engu svara um stöðu gengislána. 24. júní 2015 10:30