Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:01 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan. Alþingi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan.
Alþingi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira