Hvers vegna? Jú, þessi 19 ára gamli og 216cm hái framherji sem spilar með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni skráði sig í nýliðaval NBA-deildarinnar fyrir þetta ár.
Porzingis, sem er lettneskur landsliðsmaður og einn af efnilegustu körfuboltamönnum Evrópu, er virkilega hreyfanlegur þrátt fyrir stærð og getur einnig skotið fyrir utan teig.
Helstu sérfræðingar um NBA-nýliðavalið vilja meina að hann verði einn af fimm fyrstu til að verða valdir. Liðin í deildinni geti einfaldlega ekki sleppt að næla sér í svona stóran og ungan strák sem er alltaf að bæta sig.
If Jay Bilas & Chad Ford were GMs, here's how their top 10 would shake out... pic.twitter.com/TSfBEnt7GM
— ESPN (@espn) June 23, 2015
Phil Jackson, forseti Knicks, og Derek Fisher, þjálfari liðsins, voru báðir mættir á svokallaðan „Pro day“ þar sem strákarnir sem til uppboðs eru í nýliðavalinu sýna hvað þeir geta.
Daginn sem Porzingis var til sýnis mættu fulltrúar allra liðanna sem eiga fyrstu fimm valréttina.
Íþrótta- og dægurmálasíðan Grantland er búin að sýna tvo af þremur stuttum þáttum sem það gerði um Porzingis þar sem hann er fyrst kynntur til leiks og svo sýnt frá æfingadeginum hans.
Þessa skemmtilegu þætti má sjá hér að neðan, en einn þáttur er eftir áður en kemur að stóru stundinni á fimmtudagskvöldið þegar nýliðavalið fer fram.