Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2015 15:38 Bjarni Benediktsson er ósáttur með stjórnarandstöðuna. Vísir „Herra forseti það er kominn 22. júní. Það þýðir að við erum búin að vera hér í meira en þrjár vikur í óvissuferð. Það fer að hafa áhrif á starfsanda hér á þinginu þegar hver dagur er meiri óvissuferð en sá sem á undan kom,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson benti á að ríkisstjórnin hefði fengið meirihluta atkvæða í síðustu Alþingiskosningum en orð hans reittu þingmenn stjórnarandstöðunnar til reiði. Þingmenn flokka í stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna þingstörf og hversu seint mál ríkisstjórnarinnar koma fram. Starfsáætlun fyrir sumarþing liggur ekki fyrir og hefur Alþingi starfað í þrjár vikur án starfsáætlunar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, sagði að ríkisstjórnin yrði að gera áætlun um hver forgangsmál yrðu. „Ég hlýt að kalla eftir því að það sé rætt með hvaða hætti þinghald verður hér í sumar.“Guðmundur Steingrímsson er ósáttur við störf þingsins.vísir/vilhelmEnginn vilji til að ná samkomulagi „Forseti það eru nú þrjár vikur síðan að starfsáætlun lauk. Það er ljóst að meirihlutanum er fyrirmunað að leggja fram nokkra raunhæfa áætlun um þinglok,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún sagði engin merki um að von væri á starfsáætlun frá forseta þingsins. Hún óskaði eftir því fyrir hönd Vinstri grænna að lögð yrði fram starfsáætlun svo að þingmenn gætu sinnt störfum sínum. „Ég vil taka undir þessa beiðni um að það verði sett starfsáætlun fyrir sumarþingið,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Ég held reyndar að það væri vel hægt ef menn vildu að það væri vel hægt að setjast niður og ná samkomulagi um að ljúka þinginu. Það eru nokkur álitamál sem standa í fólki og það væri vel hægt að leysa þau ef vilji er fyrir hendi.“ Hann sagði þó að hann teldi engan vilja vera fyrir hendi.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/gvaMinnihlutinn á þingi stilli meirihlutanum upp við vegg Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði aðfinnslum stjórnarandstöðunnar á þann veg að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu í gíslingu með því að misnota fundarliði eins og fundarstjórn forseta til þess að beita málþófi. „Stjórnarandstaðan sendir skilaboð um að það megi ekki ljúka ákveðnum málum,“ sagði Bjarni. Hann nefndi andstöðu minnihlutans við makrílfrumvarpið, frumvarpi um rammaáætlun og fleiri mál. „Það eru takmörk fyrir því í hversu mörgum málum stjórnarandstaðan getur stillt ríkisstjórninni upp við vegg, meirihlutaviljanum á þinginu, og sagt þetta kemur ekki til greina.“ Bjarni benti þingmönnum á að öllum ætti að vera ljóst að hér hefðu verið kosningar og því hefði meirihluti Alþingis stuðning þjóðarinnar.Sagði skilgreiningu Bjarna lýsa grunnu lýðræði Ræða Bjarna féll ekki í kramið hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Jón Þór Ólason sagði Bjarna lýsa ákaflega grunnu lýðræði og að hann væri ekki sammála þeirri skilgreiningu. „Landsmenn vilja fá dýpra lýðræði.“ Hann benti á að um fimmtíu þúsund undirskriftir hefðu safnast gegn makrílfrumvarpi.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, snöggreiddist yfir orðum Bjarna.VísirKatrín Júlíusdóttir lýsti yfir óánægju sinni með orð Bjarna. Hún sagði það þó alveg rétt hjá honum að stjórnarandstaðan myndi ekki hleypa í gegn málum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar og lýðræðishugsjóninni. Hún sagði það ótækt að Bjarni kæmi upp í pontu og ysi reiðiorðum yfir þingheim.Guðbjartur spurði hver munurinn væri á einræðisríki og lýðræðisríki „Mikið er málflutningur hæstvirts fjármálaráðherra dapurlegur,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata. „Sér í lagi þegar horft er á hans verklag á síðasta þingi þegar hann var í stjórnarandstöðu. Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín,“ sagði Birgitta þegar hún gekk úr pontu. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort fjármálaráðherra væri kunnugt um hvað það væri sem skilur að einræðis- og lýðræðisríkja. „Það er tækifæri til að hafa skoðanir,“ sagði hann og bætti við að það sé ætlast til þess að stjórnarflokkar semji við flokka sem eru í minnihluta á þinginu. Alþingi Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Herra forseti það er kominn 22. júní. Það þýðir að við erum búin að vera hér í meira en þrjár vikur í óvissuferð. Það fer að hafa áhrif á starfsanda hér á þinginu þegar hver dagur er meiri óvissuferð en sá sem á undan kom,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson benti á að ríkisstjórnin hefði fengið meirihluta atkvæða í síðustu Alþingiskosningum en orð hans reittu þingmenn stjórnarandstöðunnar til reiði. Þingmenn flokka í stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna þingstörf og hversu seint mál ríkisstjórnarinnar koma fram. Starfsáætlun fyrir sumarþing liggur ekki fyrir og hefur Alþingi starfað í þrjár vikur án starfsáætlunar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, sagði að ríkisstjórnin yrði að gera áætlun um hver forgangsmál yrðu. „Ég hlýt að kalla eftir því að það sé rætt með hvaða hætti þinghald verður hér í sumar.“Guðmundur Steingrímsson er ósáttur við störf þingsins.vísir/vilhelmEnginn vilji til að ná samkomulagi „Forseti það eru nú þrjár vikur síðan að starfsáætlun lauk. Það er ljóst að meirihlutanum er fyrirmunað að leggja fram nokkra raunhæfa áætlun um þinglok,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún sagði engin merki um að von væri á starfsáætlun frá forseta þingsins. Hún óskaði eftir því fyrir hönd Vinstri grænna að lögð yrði fram starfsáætlun svo að þingmenn gætu sinnt störfum sínum. „Ég vil taka undir þessa beiðni um að það verði sett starfsáætlun fyrir sumarþingið,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Ég held reyndar að það væri vel hægt ef menn vildu að það væri vel hægt að setjast niður og ná samkomulagi um að ljúka þinginu. Það eru nokkur álitamál sem standa í fólki og það væri vel hægt að leysa þau ef vilji er fyrir hendi.“ Hann sagði þó að hann teldi engan vilja vera fyrir hendi.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/gvaMinnihlutinn á þingi stilli meirihlutanum upp við vegg Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði aðfinnslum stjórnarandstöðunnar á þann veg að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu í gíslingu með því að misnota fundarliði eins og fundarstjórn forseta til þess að beita málþófi. „Stjórnarandstaðan sendir skilaboð um að það megi ekki ljúka ákveðnum málum,“ sagði Bjarni. Hann nefndi andstöðu minnihlutans við makrílfrumvarpið, frumvarpi um rammaáætlun og fleiri mál. „Það eru takmörk fyrir því í hversu mörgum málum stjórnarandstaðan getur stillt ríkisstjórninni upp við vegg, meirihlutaviljanum á þinginu, og sagt þetta kemur ekki til greina.“ Bjarni benti þingmönnum á að öllum ætti að vera ljóst að hér hefðu verið kosningar og því hefði meirihluti Alþingis stuðning þjóðarinnar.Sagði skilgreiningu Bjarna lýsa grunnu lýðræði Ræða Bjarna féll ekki í kramið hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Jón Þór Ólason sagði Bjarna lýsa ákaflega grunnu lýðræði og að hann væri ekki sammála þeirri skilgreiningu. „Landsmenn vilja fá dýpra lýðræði.“ Hann benti á að um fimmtíu þúsund undirskriftir hefðu safnast gegn makrílfrumvarpi.Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, snöggreiddist yfir orðum Bjarna.VísirKatrín Júlíusdóttir lýsti yfir óánægju sinni með orð Bjarna. Hún sagði það þó alveg rétt hjá honum að stjórnarandstaðan myndi ekki hleypa í gegn málum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar og lýðræðishugsjóninni. Hún sagði það ótækt að Bjarni kæmi upp í pontu og ysi reiðiorðum yfir þingheim.Guðbjartur spurði hver munurinn væri á einræðisríki og lýðræðisríki „Mikið er málflutningur hæstvirts fjármálaráðherra dapurlegur,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata. „Sér í lagi þegar horft er á hans verklag á síðasta þingi þegar hann var í stjórnarandstöðu. Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín,“ sagði Birgitta þegar hún gekk úr pontu. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort fjármálaráðherra væri kunnugt um hvað það væri sem skilur að einræðis- og lýðræðisríkja. „Það er tækifæri til að hafa skoðanir,“ sagði hann og bætti við að það sé ætlast til þess að stjórnarflokkar semji við flokka sem eru í minnihluta á þinginu.
Alþingi Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“