Leikar æsast á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2015 07:30 Andy Murray vann mótið árið 2013 og nýtur gríðarlega vinsælda í Bretlandi. Vísir/Getty Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu.Serena Williams, einbeitt á svip.Vísir/GettyHún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu.Roger Federer virðist líklegur til afreka í ár.Vísir/GettyFederer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag. Tennis Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu.Serena Williams, einbeitt á svip.Vísir/GettyHún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu.Roger Federer virðist líklegur til afreka í ár.Vísir/GettyFederer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag.
Tennis Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn