Handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2015 09:56 Ellefu morð hafa verið framin hér á landi síðan árið 2003 sem rekja má til heimilisofbeldis. Vísir/Getty Ölvaður maður var handtekinn í gær grunaður um líkamsárás en grunur leikur á að um tilfelli af heimilisofbeldi sé að ræða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekki er fleira vitað um málið að svo stöddu. Alþingi samþykkti nýverið lagabreytingu á almennum hegningarlögum sem gerir heimilisofbeldi refsivert samkvæmt lögum. Þessi lagabreyting kemur í kjölfar átaks sem hófst þann 12. janúar síðastliðinn. Átakið er gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu og hefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. Sjá einnig: Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á landinu „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er að gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, í samtali við Vísi í júní. Hún hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Heiða segir það afar mikilvægt að ofbeldismaður sé fluttur af heimilinu en ekki fórnarlambið. Meirihluta morða á Íslandi má til að mynda rekja til heimilisofbeldis og því er mikilvægt að grípa inn í áður en ástandið verður svo slæmt að of seint er að bregðast við. Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars á þessu ári. 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Alþingi Tengdar fréttir Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Maður sætir fjögurra vikna nálgunarbanni fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Áfrýjun var vísað frá Hæstarétti þar sem gögn bárust of seint. 30. júní 2015 18:00 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Ölvaður maður var handtekinn í gær grunaður um líkamsárás en grunur leikur á að um tilfelli af heimilisofbeldi sé að ræða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekki er fleira vitað um málið að svo stöddu. Alþingi samþykkti nýverið lagabreytingu á almennum hegningarlögum sem gerir heimilisofbeldi refsivert samkvæmt lögum. Þessi lagabreyting kemur í kjölfar átaks sem hófst þann 12. janúar síðastliðinn. Átakið er gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu og hefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. Sjá einnig: Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á landinu „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er að gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, í samtali við Vísi í júní. Hún hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Heiða segir það afar mikilvægt að ofbeldismaður sé fluttur af heimilinu en ekki fórnarlambið. Meirihluta morða á Íslandi má til að mynda rekja til heimilisofbeldis og því er mikilvægt að grípa inn í áður en ástandið verður svo slæmt að of seint er að bregðast við. Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars á þessu ári. 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Alþingi Tengdar fréttir Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Maður sætir fjögurra vikna nálgunarbanni fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Áfrýjun var vísað frá Hæstarétti þar sem gögn bárust of seint. 30. júní 2015 18:00 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Maður sætir fjögurra vikna nálgunarbanni fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Áfrýjun var vísað frá Hæstarétti þar sem gögn bárust of seint. 30. júní 2015 18:00
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13