78 milljarðar í vaxtagreiðslur ríkisins: „Þetta er óásættanlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:15 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. Vísir/Daníel Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Vaxtakostnaður ríkissjóðs á síðasta ári nam 78 milljörðum. Það er um 60 prósentum meira en rekstrarkostnaður Landspítalans í ár. Skuldir ríkisins lækkuðu lítið árið 2014 en vaxtakostnaðurinn er tilkominn vegna þeirra. Í ríkisreikningi fyrir síðasta ár kemur fram að skuldir ríkissjóðs námu tvö þúsund milljörðum króna. Vaxtabyrðin nam 11,4 prósentum af tekjum ríkissjóðs. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir um gríðarlegar upphæðir að ræða og það gangi ekki að ríkið sé að greiða svona mikið í vexti. „Þetta er óásættanlegt og ég hef oft farið yfir það bæði í þingræðum og annars staðar að vaxtakostnaður skuli nema jafnvel heils landspítala á ári. Það eru gríðarlegar upphæðir og eins og kom fram í ríkisfjármálaáætlun sem var verið að samþykkja í þinginu núna fyrir stuttu, þá erum við búin að greiða í vexti frá bankahruni 580 milljarða. og það sjá allir að þetta gengur ekki,“ segir hún. Skuldir ríkissjóðs hækkuðu lítillega að nafnvirði á síðasta ári en að raunvirði lækkuðu þær lítillega. Hlutfall skuldanna af vergri landsframleiðslu lækkaði í 102 prósent en var til samanburðar 117 prósent árið 2011. Vigdís segir að það sé áframhaldandi verkefni stjórnvalda að lækka skuldir. „Fjármálaráðherra hefur farið vel yfir það að það hefur ekki náðst að greiða niður skuldir því að afgangur af ríkissjóði er það lítill og það þurfa róttækar breytingar að koma til sem nú þegar hafa verið kynntar af ríkisstjórninni. Hluti af því er uppgjör við þrotabú gömlu bankanna auk þess að það hefur verið imprað á því að selja ríkiseignir sem fara þá beint í að greiða niður erlendar skuldir,“ segir hún. Vigdís segir það þó ekki standa til að auka tekjur ríkisins með aukinni skattheimtu. „Stefna ríkisins er að hækka ekki skatta heldur lækka þá með það að leiðarljósi að það auki veltu í samfélaginu og þannig fáum við auknar tekjur. Auðvitað erum við opin fyrir öllum tekjumöguleikum ríkisins, en það kemur ekki fram í aukinni skattheimtu,“ segir hún. Í ríkisreikningnum kemur einnig fram að rekstur ríkissjóðs skilaði 46 milljarða króna afgangi. Milljarðarnir eru fyrst og fremst til komnir vegna óreglulegra liða eins og arðgreiðslna frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.
Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent