Vinnumansal staðreynd: Dæmi um óviðunandi vinnuaðstæður erlendra ríkisborgara Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2015 19:00 Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals. Mansal í Vík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Málum þar sem grunur er um vinnumansal hefur fjölgað. Dæmi eru um að erlendir ríkisborgarar búi við óviðunandi aðstæður, vinni langan vinnutíma við óöruggar og jafnvel hættulegar aðstæður. Vinnuslys á meðal erlendra ríkisborgara eru óvenju tíð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mansalsrannsókn á lokastigi á Vestfjörðum sem varðar tuttugu Pólverja sem störfuðu í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fjölmenningarsetur hefur haft aðkomu að vinnumansalsmálum síðustu ár. Hrefna Magnúsdóttir hjá Fjölmenningarsetri segir vinnuveitendur almennt ekki mjög meðvitaða um hvað mansal er og hvernig birtingarmyndir þess geta verið. „Vinnumansal er til og það þarf að veita meiri upplýsingar og fræðslu til almennings , sem og vinnuveitenda varðandi þessi mál. Þau erindi sem hafa komið upp undanfarin ár hafa tengst fleirum í hverju máli og málum er varða grun um vinnumansal hefur fjölgað.“ Edda Ólafsdóttir er hluti af mansalsteymi sem starfar að fræðslu um mansal á Íslandi. Þau sem standa að fræðslunni vinna í grasrótinni en engu fjármagni er veitt í málaflokkinn þó svo að hann sé hluti af aðgerðaáætlun gegn mansali hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ég tel það vera mjög mikilvægt að það fari fram vitundarvakning meðal fólks og þá er ég að tala um á meðal allra. Á meðal verkafólks, vinnuveitenda og starfsmanna almennt.“Birtingamyndir vinnumansals eru ýmis konar, vísbending um slæman aðbúnað erlendra ríkisborgara felast til að mynda í hárri slysatíðni þeirra á vinnumarkaði. „Við erum að sjá að það eru margir sem búa við óviðunandi aðstæður, þar sem atvinnurekandinn er að bjóða upp á léleg laun, langan vinnutíma, jafnvel að fólk sé ekki að fá borgað. Allt of langur vinnutími. Það er erfið og hættuleg vinna og við erum að sjá að það er hlutfallslega meira af vinnuslysum meðal innflytjenda. Þá má nefna dæmi þar sem hreinlætisaðbúnaður er ófullnægjandi og starfsfólk þarf að borga sérstaklega fyrir vinnufatnað,“ segir Edda og segir fólk þurfa að setja upp mansalsgleraugun og vera vakandi fyrir einkennum vinnumansals.
Mansal í Vík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira