Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:44 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. vísir/pjetur „Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
„Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41