Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:44 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. vísir/pjetur „Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41