Hvar verður besta veðrið um verslunarmannahelgina? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:02 Frá Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. vísir/óskar Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00
Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00