Ferðamenn rifu upp mikið af mosa á Þingvöllum til að einangra tjöld sín betur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2015 14:43 Ferðamennirnir skildu eftir sig mörg opin sár í mosanum þar sem þeir vildu einangra tjöld sín betur með gróðrinum. mynd/landverðir á þingvöllum Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem tjölduðu við tjaldsvæðið í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina rifu upp mikið magn af mosa á svæðinu til að einangra tjöld sín betur. Vatnskot er tjaldsvæði við Þingvallavatn og er innan þjóðgarðsins. Landverðir í þjóðgarðinum tóku eftir mosabeði allt í kringum tjöldin og fóru því og ræddu við ferðamennina. Skömmu síðar komu í ljós mörg opin sár í mosahulu skammt frá. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir það mjög óalgengt að slíkar skemmdir séu unnar á gróðri á Þingvöllum. „Við höfum aldrei séð neitt svona áður og þess vegna vakti þetta athygli landvarðanna. Þeir fóru og ræddu mjög ákveðið við mennina sem voru alveg miður sín yfir þessu en þeir höfðu talið að þetta væri í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að þeir hafi vonandi lært sína lexíu. Mjög langan tíma tekur fyrir mosa að jafna sig þegar hann hefur einu sinni verið rifinn upp en eftir að ferðamennirnir fóru eyddu landverðir drjúgri stund í að hylja sum sárin og tókst það að einhverju leyti. Á Facebook-síðu þjóðgarðsins kemur fram að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu og segir Einar að þjóðgarðurinn sé í raun að skoða með lögreglu hvaða viðurlög séu við því að vinna gróðurskemmdir, sektir eða eitthvað slíkt.Nokkrir tjaldgestir sem gistu í Vatnskoti um helgina unnu skemmdir á gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af...Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Tuesday, 28 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira