Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2015 16:30 Ásdís Hjálmsdóttir vann bæði kúluvarp og kringlukast í dag. vísir/valli Ásdís Hjálmsdóttir vann tvenn gullverðlaun á seinni keppnisdegi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum sem kláraðist á Kópavogsvelli í dag. Ásdís, sem vann öruggan sigur í aðalgrein sinni spjótkasti í gær, hafði auðvelda sigra í kúluvarpi og kringlukasti í dag. Kúluvarpið og kringlukastið fóru fram á sama tíma þannig Ásdís þurfti að rölta á milli greina en það kom ekki að sök. Hún valtaði yfir keppinauta sína í báðum greinum. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH vann fjórðu gullverðlaun sín á mótinu þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra grindahlaupi. Arna vann þrenn gullverðlaun í gær og eitt brons. Norðlendingar fengu tvö gull á skömmum tíma þegar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi og Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, vann 200 metra hlaup karla. Hafdís fékk þrenn gullverðlaun á mótinu (langstökk, 100 metra hlaup og 200 metra hlaup) en Kolbeinn Höður vann bæði 100 metra 200 metra hlaup karla. Aníta Hinriksdóttir var öruggur sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna og þá fékk hún gull með 4x400 metra boðhlaupssveit ÍR sem keppti á móti færeyskri sveit. Óðinn Björn Þorssteinsson vann kúluvarp karla með kasti upp á 18,28 metra en Stefán Velemir úr FH varð annar með 18 metra kast. Sindri Lárusson úr ÍR varð þriðji en hann kastaði 16,16 metra. Mótinu lauk með 4x400 metra boðhlaupi karla þar sem FH vann nokkuð öruggan sigur í baráttu við Breiðablik. ÍR vann stigakeppnina með 33.955 stig en var svolítið langt frá stigametinu sem liðið setti í fyrra. FH-ingar urðu í öðru sæti með 31.736 stig en Blikar gerðu vel og náðu þriðja sætinu í baráttu við UFA með 13.572 stig. Besta afrek mótsins átti Hafdís Sigurðardóttir. Hún tökk 6,39 metra í langstökki og fær fyrir það 1.071 IAAF-stig. Aníta Hinriksdóttir fékk næst flest IAAF-stig með 800 metra hlaupi upp á 2:05,38 mínútur. Vísir var með beina lýsingu frá mótinu sem sjá má hér að neðan en þar eru allir meistarar dagsins taldir upp.[Bein lýsing] 16.30 Þar með er 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum lokið að þessu sinni. Við þökkum fyrir okkur en fjallað verður meira um mótið í Fréttablaðinu í fyrramálið. 16.29 ÍR vinnur stigakeppnina með samtals 33.955 stig. FH-ingar eru í öðru sæti með 31.736 stig og heimamenn í Breiðabliki ná þriðja sætinu með 13.572 stig. UFA verður að gera sér fjórða sætið að góðu að þessu sinni með 13.197 stig. 16.28 ÍSLANDSMEISTARI (4x400m boðhlaup kk)! Sveit FH vinnur síðast gullið á 89. Meistaramótinu með því að koma fyrst í mark í 4x400 metra boðhlaupi karla á 3:29,40 mínútum. Blikar eru í öðru sæti á 3:33,03 mínútum og ÍR-ingar fá brons á 3:37,60 mínútum. 16.26 ÍSLANDSMEISTARI (kringlukast kk)! Vallarþulurinn grínast með að stærsta frétt dagsins er að loksins sé kringlukasti karla lokið en það er búið að taka sinn tíma. Guðni Valur Guðnason, ÍR, vinnur öruggan sigur. Hann kastar lengst 55,90 metra í fyrsta kasti en náði svo aðeins einu öðru löglegu kasti. Jón Bjarni Bragason úr Breiðabliki er annar með 46,06 metra kast sem er besti árangur hans á árinu. Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson úr FH er þriðji en hann kastar lengst 44,47 metra. 16.09 ÍSLANDSMEISTARI (4x400m boðhlaup kvk)! ÍR og sveit færeyskra keppenda mætast í 4x400 metra boðhlaupi kvenna sem ÍR vinnur örugglega. ÍR er með fínt forskot fyrir síðasta sprettinn sem Aníta Hinriksdóttir hleypur og þar með er keppni endanlega lokið. Aníta stingur Færeyinginn af og sveit ÍR hleypur samtals á 4:08,01 mínútum. 15.54 Verið er að gera allt klárt fyrir boðhlaupin sem eru síðasta hlaupagrein mótsins. Strákarnir eru að klára kringluna sem ætti að fara að klárast líka. 15.47 ÍSLANDSMEISTARI (kúluvarp kvk)! Þriðja gullið hjá Ásdísi Hjálmsdóttur er komið í hús og það annað í dag. Hún vinnur þrjár af fjórum kastgreinum mótsins; spótið, krigluna og kúluna. Ásdís kastar kúlunni lengst 14,74 metra. Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki er önnur með 11,93 metra kast og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr Aftureldingu fær brons en hún kastar lengst 11,11 metra.Arnar Pétursson stingur alla af í 5.000 metra hlaupinu í dag.vísir/valli15.36ÍSLANDSMEISTARI (5.000m hlaup kk)! Arnar Pétursson úr ÍR vinnur 5.000 metrana örugglega. Kemur hring á undan næsta manni í mark og nær tveimur hringjum á suma. Mikli yfirburðir hjá Arnari. 15.23 Arnar Pétursson er með örugga forystu í 5.000 metra hlaupi karla sem er síðasta hlaupagrein einstaklinga á mótinu. Bara boðhlaupin og kringlukast karla eftir. 15.15 ÍSLANDSMEISTARI (þrístökk kk)! Þorsteinn Ingvarsson vinnur sitt annað gull á mótinu með sigri í þrístökki karla. Hann stekkur lengst 13,80 metra en Stefán Þór Jósefsson úr UFA er annar með stökk upp á 13,44 metra og Bjarki Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki fær brons. Skráning var röng áðan þar sem stóð að Stefán Þór stökk lengst og biðjumst við velvirðingar á því. 15.13 ÍSLANDSMEISTARI (3.000m hlaup kvk)! Marna L.V. Egholm úr færeyska liðinu Bragðið kemur fyrst í mark í 3.000 metra hlaupi kvenna á 1:09,38 mínútum eftir frábæran endasprett á móti Andreu Kolbeinsdóttur úr ÍR. Þetta er auðvitað Íslandsmót þannig Færeyingur getur ekki unnið. Bragðið er gestur hér á mótinu. Andrea kemur í mark á 10:09,74 mínútum og gamla kempan Fríða Rún Þórðardóttir fær silfur á 10:52,81 mínútu. Aðeins tvær íslenskar stelpur kepptu og tvær færeyskar. 15.10 Arna Stefanía Guðmundsdóttir hefur líklegast lokið keppni í dag með fjögur gull og eitt brons. Sveit FH er talin ekki ætla að keppa í 4x400 metra hlaupi þar sem það vantar tvær úr sveitinni. Sveit ÍR gæti þá ein hlaupið hringinn. Það verður eitthvað ef svo fer. 15.05 ÍSLANDSMEISTARI (kringlukast kvk)! Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni stendur uppi sem öruggur sigurvegari í kringlukasti kvenna. Hún bætir sinn besta árangur og kastar kringlunni lengst 49,31 metra í fimmta kasti. Kristín Karlsdóttir úr FH bætir einnig sitt besta og nær silfri með 40,52 metra kasti. Handboltastelpan Thea Imani Sturludóttir úr Fylki, sem keppir fyrir FH í frjálsum, nær bronsi með kasti upp á 39 metra slétta. 15.03 ÍSLANDSMEISTARI (hástökk kvk)! Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS stekkur hæst allra eða 1,63 metra og fær gull. Hún þarf aðeins eina tilraun til þess en fellir svo 1,66 metra í þrígang. Selma Líf Þórólfsdóttir úr UFA fær silfur með 1,60 metar stökki og Saga Ólafsdóttir fer 1,57 í færri tilranum en Karen Birta Jónsdóttir og fær bronsið. Saga er úr HHF. 15.00 ÍSLANDSMEISTARI (kúluvarp kk)! Óðinn Björn Þorsteinsson vinnur góðan sigur í harðri baráttu við Stefán Velemir. Óðinn Börn kastar lengst 18,18 metra en Stefán nær 18 metra kasti. Sindri Lárusson úr ÍR er þriðji með 16,16 metra kast. 14.59 Strákarnir sem keppa í kringlukasti karla eru að gera sig klára og þá er 3.000 metra hlaup kvenna farið af stað. Kringla kvenna og hástökk kvenna er lokið og við bíðum bara eftir staðfestingu á úrslitum. 14.50 Virkilega skemmtilegt að sjá Ásdísi Hjálmsdóttur negla í eitt ríflega 40 metra kast í kringlunni og rölta svo beint yfir í kúluvarpið og kasta kúlunni yfir 14 metra. Svo bara töltir hún aftur yfir í kringluna. Ekkert vesen. 14.43 ÍSLANDSMEISTARI (200m hlaup kk)! Norðlendingar eiga þessa grein. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, er fyrstur frá byrjun til enda og fær gull á tímanum 21,76. Daníel Þórarinsson, UMSS, nær silfrinu vel studdur úr stúkunni á 22,54 sekúndum og Juan Ramon Borges Bosque úr FH fær brons á 22,62 sekúndum.Hafdís Sigurðardóttir slakar á eftir að vinna sitt þriðja gull í dag.vísir/valli14.39 ÍSLANDSMEISTARI (200m hlaup kvk)! Ekkert mál fyrir Hafdísi. Hún stingur hinar stelpurnar af og kemur í mark á 24,43 sekúndum. Þriðju gullverðlaunin hennar. Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR er önnur á 26,86 sekúndum og Theodóra Haraldsdóttir úr FH er þriðja á 29,07 sekúndum. 14.35 Áfall fyrir 200 metra hlaupið því Arna Stefanía hefur ákveðið að keppa ekki. Hafdís situr því ein að þriðja gullinu sínu. Vonandi er Arna ekki meidd því hún er lykilmaður í 4x400 metra sveit FH. Líklega bara að hvíla sig. 14.32 Kúluvarp kvenna er að hefjast en það skarast á við kringlukastið. Það verður því nóg að gera fyrir Ásdísi Hjálmsdóttur því hún er skráð í báðar greinar. 14.30 ÍSLANDSMEISTARI (þrístökk kvk)! Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR er Íslandsmeistari í þrístökki kvenna. Þessi efnilega stúlka fædd 1997 stekkur lengst 11,63 metra en Harpa Svansdóttir úr HSK/Selfossi, fædd 1999, er önnur með stökk upp á 10,58 metra. Stella Dögg Eiríksdóttir, ÍR, er þriðja með 9,74 metra stökk. 14.25 ÍSLANDSMEISTARI (stangarstökk kk)! Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki stendur uppi sem sigurvegari í tveggja manna baráttu í stönginni. Sex af átta keppendum sem skráðir voru til leiks, þar af báðir synir Jóns Arnórs, kepptu ekki. Mikil afföll í sumum greinum sem við fáum seint að vita af. Ingi Rúnar fer yfir 4,30 en Guðmundur Smári Daníelsson úr UMSE fer hæst 3,82 metra. 14.20 ÍSLANDSMEISTARI (800m hlaup kk)! Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi stingur alla af í 800 metra hlaupi karla og vinnur gull á 1:53,03 mínútum. Vel hlaupið hjá Kristni. Sæmundur Ólafsson, ÍR, og Viktor Orri Pétursson, Ármanni, taka svakalegan endasprett um silfrið sem endar með því að Sæmundur kemur annar á mark á tímanum 1:56,10. Viktor Orri hleypur á 1:56,45 mínútum og fær brons. 14.11 Sólin er farin að láta sjá sig í Kópavoginum sem eru góð tíðindi. Styttist í 200 metra hlaup kvenna þar sem baráttan milli Örnu Stefaníu og Hafdísar ætti að verða svakaleg. 14.07 Fjóla Signý er mætt að taka við bronsverðlaunum fyrir 400 metra grindahlaup og kemst varla upp á pallinn vegna meiðslanna. Hún er svo sannarlega ekki að keppa í hástökkinu. 14.05 ÍSLANDSMEISTARI (800m hlaup kvk)! Ekkert mál fyrir Anítu Hinriksdóttur eins og búist var við. Hún kemur lang, langfyrst í mark á 2:05,26 mínútum í 800 metra hlaupi kvenna. Ekkert frábær tími en samkeppnin náttúrlega engin fyrir eina okkar skærustu stjörnu. María Birkisdóttir úr ÍR er önnur á 2:24,88 mínútum og Sara Mjöll Smáradóttir úr Breiðabliki fær brons. 14.02 Hástökk kvenna er hafið þar sem búist er við spennandi keppni. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi á besta árangur keppenda en óvíst er hversu mikið hún getur beitt sér eða yfir höfuð verið með vegna meiðslanna. 13.57 Fyrsta kast Óðins er 18,19 metrar. Ljómandi vel gert hjá ÍR-ingnum. 13.45 ÍSLANDSMEISTARI (400m grind kk)! Spennandi og skemmtilegu hlaupi lýkur með sigri Ívars Kristins Jasonarsonar úr ÍR sem rennur skeiðið á 54,50 sekúndum. Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH kemur annar í mark á 55,13 sekúndum en hann nær ekki að nýta sér að Ívar datt næstum um þriðju síðustu hindrunina. Valdimar Friðrik Jónatansson úr Breiðabliki er þriðji á 56,46 sekúndum. 13.42 Óðinn Björn virðist óárennilegur í kúlunni. Hann er búinn að setja tvö köst í röð vel yfir 18 metrana í upphitun. Óðinn á best 20,22 en hann gæti fengið samkeppni í dag frá Sindra Lárussyni úr ÍR (17,22) og Stefáni Velemir úr FH (17,79.) 13.35 ÍSLANDSMEISTARI (400 m grind kvk)! Fyrsti meistari dagsins er auðvitað Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH. Fjórða gullið hennar þessa helgina. Hún kemur langfyrst í mark í 400 metra grindahlaupi kvenna á 59,62 sekúndum. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi var með silfrið öruggt þar til hún gat ekki meir síðustu 50 metrana og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR, fædd 2001, skaust fram úr henni. Fjóla Signý er meidd á ökkla. Flott silfur hjá Guðbjörgu sem hljóp á 1:04,21 mínútum en Fjóla var á tímanum 1:04,39. 13.30 Stangarstökk karla er að hefjast þar sem Krister Blær Jónsson, annar af tveimur sonum Jóns Arnars Magnússonar, er fyrstur í rásröðinni. Krister er lang sigurstranglegastur enda eini af þeim sem keppir sem farið hefur yfir fimm metra. Tristan Freyr, yngri sonur Jóns, keppir væntanlega ekki frekar en í gær vegna tognunar. 13.23 Veðrið er ekki jafngott og í gær hér í Kópavogi. Það hefur rignt mikið á höfuðborgarsvæðinu en akkurat þessa stundina helst hann þurr. Hlaupabrautin er rennblaut og það er kalt. Keppendur reyna hvað þeir geta að halda sér heitum. 13.21 Núna klukkan 13.30 hefst keppni í þrístökki kvenna, stangarstökki karla og hlaupið verður 400 metra grindahlaup karla og kvenna. Kringlukast kvenna hefst svo 13.40 og eftir því hástökk kvenna. Það verður keppt þétt í dag. 13.19 Í morgun fór fram forkeppni í 200 metra hlaupi karla og kvenna. Hjá konunum náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta tímanum á undan stjörnu gærdagsins, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr FH. Hafdís vann tvenn gullverðlaun í gær á fimm mínútum með tárin í augunum.13.15 Góðan daginn lesendur góðir og velkomin með Vísi á Kópavogsvöll. Eftir fimmtán mínútur hefst seinni keppnisdagur 89. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann tvenn gullverðlaun á seinni keppnisdegi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum sem kláraðist á Kópavogsvelli í dag. Ásdís, sem vann öruggan sigur í aðalgrein sinni spjótkasti í gær, hafði auðvelda sigra í kúluvarpi og kringlukasti í dag. Kúluvarpið og kringlukastið fóru fram á sama tíma þannig Ásdís þurfti að rölta á milli greina en það kom ekki að sök. Hún valtaði yfir keppinauta sína í báðum greinum. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH vann fjórðu gullverðlaun sín á mótinu þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra grindahlaupi. Arna vann þrenn gullverðlaun í gær og eitt brons. Norðlendingar fengu tvö gull á skömmum tíma þegar Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi og Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, vann 200 metra hlaup karla. Hafdís fékk þrenn gullverðlaun á mótinu (langstökk, 100 metra hlaup og 200 metra hlaup) en Kolbeinn Höður vann bæði 100 metra 200 metra hlaup karla. Aníta Hinriksdóttir var öruggur sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna og þá fékk hún gull með 4x400 metra boðhlaupssveit ÍR sem keppti á móti færeyskri sveit. Óðinn Björn Þorssteinsson vann kúluvarp karla með kasti upp á 18,28 metra en Stefán Velemir úr FH varð annar með 18 metra kast. Sindri Lárusson úr ÍR varð þriðji en hann kastaði 16,16 metra. Mótinu lauk með 4x400 metra boðhlaupi karla þar sem FH vann nokkuð öruggan sigur í baráttu við Breiðablik. ÍR vann stigakeppnina með 33.955 stig en var svolítið langt frá stigametinu sem liðið setti í fyrra. FH-ingar urðu í öðru sæti með 31.736 stig en Blikar gerðu vel og náðu þriðja sætinu í baráttu við UFA með 13.572 stig. Besta afrek mótsins átti Hafdís Sigurðardóttir. Hún tökk 6,39 metra í langstökki og fær fyrir það 1.071 IAAF-stig. Aníta Hinriksdóttir fékk næst flest IAAF-stig með 800 metra hlaupi upp á 2:05,38 mínútur. Vísir var með beina lýsingu frá mótinu sem sjá má hér að neðan en þar eru allir meistarar dagsins taldir upp.[Bein lýsing] 16.30 Þar með er 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum lokið að þessu sinni. Við þökkum fyrir okkur en fjallað verður meira um mótið í Fréttablaðinu í fyrramálið. 16.29 ÍR vinnur stigakeppnina með samtals 33.955 stig. FH-ingar eru í öðru sæti með 31.736 stig og heimamenn í Breiðabliki ná þriðja sætinu með 13.572 stig. UFA verður að gera sér fjórða sætið að góðu að þessu sinni með 13.197 stig. 16.28 ÍSLANDSMEISTARI (4x400m boðhlaup kk)! Sveit FH vinnur síðast gullið á 89. Meistaramótinu með því að koma fyrst í mark í 4x400 metra boðhlaupi karla á 3:29,40 mínútum. Blikar eru í öðru sæti á 3:33,03 mínútum og ÍR-ingar fá brons á 3:37,60 mínútum. 16.26 ÍSLANDSMEISTARI (kringlukast kk)! Vallarþulurinn grínast með að stærsta frétt dagsins er að loksins sé kringlukasti karla lokið en það er búið að taka sinn tíma. Guðni Valur Guðnason, ÍR, vinnur öruggan sigur. Hann kastar lengst 55,90 metra í fyrsta kasti en náði svo aðeins einu öðru löglegu kasti. Jón Bjarni Bragason úr Breiðabliki er annar með 46,06 metra kast sem er besti árangur hans á árinu. Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson úr FH er þriðji en hann kastar lengst 44,47 metra. 16.09 ÍSLANDSMEISTARI (4x400m boðhlaup kvk)! ÍR og sveit færeyskra keppenda mætast í 4x400 metra boðhlaupi kvenna sem ÍR vinnur örugglega. ÍR er með fínt forskot fyrir síðasta sprettinn sem Aníta Hinriksdóttir hleypur og þar með er keppni endanlega lokið. Aníta stingur Færeyinginn af og sveit ÍR hleypur samtals á 4:08,01 mínútum. 15.54 Verið er að gera allt klárt fyrir boðhlaupin sem eru síðasta hlaupagrein mótsins. Strákarnir eru að klára kringluna sem ætti að fara að klárast líka. 15.47 ÍSLANDSMEISTARI (kúluvarp kvk)! Þriðja gullið hjá Ásdísi Hjálmsdóttur er komið í hús og það annað í dag. Hún vinnur þrjár af fjórum kastgreinum mótsins; spótið, krigluna og kúluna. Ásdís kastar kúlunni lengst 14,74 metra. Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki er önnur með 11,93 metra kast og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr Aftureldingu fær brons en hún kastar lengst 11,11 metra.Arnar Pétursson stingur alla af í 5.000 metra hlaupinu í dag.vísir/valli15.36ÍSLANDSMEISTARI (5.000m hlaup kk)! Arnar Pétursson úr ÍR vinnur 5.000 metrana örugglega. Kemur hring á undan næsta manni í mark og nær tveimur hringjum á suma. Mikli yfirburðir hjá Arnari. 15.23 Arnar Pétursson er með örugga forystu í 5.000 metra hlaupi karla sem er síðasta hlaupagrein einstaklinga á mótinu. Bara boðhlaupin og kringlukast karla eftir. 15.15 ÍSLANDSMEISTARI (þrístökk kk)! Þorsteinn Ingvarsson vinnur sitt annað gull á mótinu með sigri í þrístökki karla. Hann stekkur lengst 13,80 metra en Stefán Þór Jósefsson úr UFA er annar með stökk upp á 13,44 metra og Bjarki Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki fær brons. Skráning var röng áðan þar sem stóð að Stefán Þór stökk lengst og biðjumst við velvirðingar á því. 15.13 ÍSLANDSMEISTARI (3.000m hlaup kvk)! Marna L.V. Egholm úr færeyska liðinu Bragðið kemur fyrst í mark í 3.000 metra hlaupi kvenna á 1:09,38 mínútum eftir frábæran endasprett á móti Andreu Kolbeinsdóttur úr ÍR. Þetta er auðvitað Íslandsmót þannig Færeyingur getur ekki unnið. Bragðið er gestur hér á mótinu. Andrea kemur í mark á 10:09,74 mínútum og gamla kempan Fríða Rún Þórðardóttir fær silfur á 10:52,81 mínútu. Aðeins tvær íslenskar stelpur kepptu og tvær færeyskar. 15.10 Arna Stefanía Guðmundsdóttir hefur líklegast lokið keppni í dag með fjögur gull og eitt brons. Sveit FH er talin ekki ætla að keppa í 4x400 metra hlaupi þar sem það vantar tvær úr sveitinni. Sveit ÍR gæti þá ein hlaupið hringinn. Það verður eitthvað ef svo fer. 15.05 ÍSLANDSMEISTARI (kringlukast kvk)! Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni stendur uppi sem öruggur sigurvegari í kringlukasti kvenna. Hún bætir sinn besta árangur og kastar kringlunni lengst 49,31 metra í fimmta kasti. Kristín Karlsdóttir úr FH bætir einnig sitt besta og nær silfri með 40,52 metra kasti. Handboltastelpan Thea Imani Sturludóttir úr Fylki, sem keppir fyrir FH í frjálsum, nær bronsi með kasti upp á 39 metra slétta. 15.03 ÍSLANDSMEISTARI (hástökk kvk)! Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS stekkur hæst allra eða 1,63 metra og fær gull. Hún þarf aðeins eina tilraun til þess en fellir svo 1,66 metra í þrígang. Selma Líf Þórólfsdóttir úr UFA fær silfur með 1,60 metar stökki og Saga Ólafsdóttir fer 1,57 í færri tilranum en Karen Birta Jónsdóttir og fær bronsið. Saga er úr HHF. 15.00 ÍSLANDSMEISTARI (kúluvarp kk)! Óðinn Björn Þorsteinsson vinnur góðan sigur í harðri baráttu við Stefán Velemir. Óðinn Börn kastar lengst 18,18 metra en Stefán nær 18 metra kasti. Sindri Lárusson úr ÍR er þriðji með 16,16 metra kast. 14.59 Strákarnir sem keppa í kringlukasti karla eru að gera sig klára og þá er 3.000 metra hlaup kvenna farið af stað. Kringla kvenna og hástökk kvenna er lokið og við bíðum bara eftir staðfestingu á úrslitum. 14.50 Virkilega skemmtilegt að sjá Ásdísi Hjálmsdóttur negla í eitt ríflega 40 metra kast í kringlunni og rölta svo beint yfir í kúluvarpið og kasta kúlunni yfir 14 metra. Svo bara töltir hún aftur yfir í kringluna. Ekkert vesen. 14.43 ÍSLANDSMEISTARI (200m hlaup kk)! Norðlendingar eiga þessa grein. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, er fyrstur frá byrjun til enda og fær gull á tímanum 21,76. Daníel Þórarinsson, UMSS, nær silfrinu vel studdur úr stúkunni á 22,54 sekúndum og Juan Ramon Borges Bosque úr FH fær brons á 22,62 sekúndum.Hafdís Sigurðardóttir slakar á eftir að vinna sitt þriðja gull í dag.vísir/valli14.39 ÍSLANDSMEISTARI (200m hlaup kvk)! Ekkert mál fyrir Hafdísi. Hún stingur hinar stelpurnar af og kemur í mark á 24,43 sekúndum. Þriðju gullverðlaunin hennar. Helga Margrét Haraldsdóttir úr ÍR er önnur á 26,86 sekúndum og Theodóra Haraldsdóttir úr FH er þriðja á 29,07 sekúndum. 14.35 Áfall fyrir 200 metra hlaupið því Arna Stefanía hefur ákveðið að keppa ekki. Hafdís situr því ein að þriðja gullinu sínu. Vonandi er Arna ekki meidd því hún er lykilmaður í 4x400 metra sveit FH. Líklega bara að hvíla sig. 14.32 Kúluvarp kvenna er að hefjast en það skarast á við kringlukastið. Það verður því nóg að gera fyrir Ásdísi Hjálmsdóttur því hún er skráð í báðar greinar. 14.30 ÍSLANDSMEISTARI (þrístökk kvk)! Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR er Íslandsmeistari í þrístökki kvenna. Þessi efnilega stúlka fædd 1997 stekkur lengst 11,63 metra en Harpa Svansdóttir úr HSK/Selfossi, fædd 1999, er önnur með stökk upp á 10,58 metra. Stella Dögg Eiríksdóttir, ÍR, er þriðja með 9,74 metra stökk. 14.25 ÍSLANDSMEISTARI (stangarstökk kk)! Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki stendur uppi sem sigurvegari í tveggja manna baráttu í stönginni. Sex af átta keppendum sem skráðir voru til leiks, þar af báðir synir Jóns Arnórs, kepptu ekki. Mikil afföll í sumum greinum sem við fáum seint að vita af. Ingi Rúnar fer yfir 4,30 en Guðmundur Smári Daníelsson úr UMSE fer hæst 3,82 metra. 14.20 ÍSLANDSMEISTARI (800m hlaup kk)! Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi stingur alla af í 800 metra hlaupi karla og vinnur gull á 1:53,03 mínútum. Vel hlaupið hjá Kristni. Sæmundur Ólafsson, ÍR, og Viktor Orri Pétursson, Ármanni, taka svakalegan endasprett um silfrið sem endar með því að Sæmundur kemur annar á mark á tímanum 1:56,10. Viktor Orri hleypur á 1:56,45 mínútum og fær brons. 14.11 Sólin er farin að láta sjá sig í Kópavoginum sem eru góð tíðindi. Styttist í 200 metra hlaup kvenna þar sem baráttan milli Örnu Stefaníu og Hafdísar ætti að verða svakaleg. 14.07 Fjóla Signý er mætt að taka við bronsverðlaunum fyrir 400 metra grindahlaup og kemst varla upp á pallinn vegna meiðslanna. Hún er svo sannarlega ekki að keppa í hástökkinu. 14.05 ÍSLANDSMEISTARI (800m hlaup kvk)! Ekkert mál fyrir Anítu Hinriksdóttur eins og búist var við. Hún kemur lang, langfyrst í mark á 2:05,26 mínútum í 800 metra hlaupi kvenna. Ekkert frábær tími en samkeppnin náttúrlega engin fyrir eina okkar skærustu stjörnu. María Birkisdóttir úr ÍR er önnur á 2:24,88 mínútum og Sara Mjöll Smáradóttir úr Breiðabliki fær brons. 14.02 Hástökk kvenna er hafið þar sem búist er við spennandi keppni. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi á besta árangur keppenda en óvíst er hversu mikið hún getur beitt sér eða yfir höfuð verið með vegna meiðslanna. 13.57 Fyrsta kast Óðins er 18,19 metrar. Ljómandi vel gert hjá ÍR-ingnum. 13.45 ÍSLANDSMEISTARI (400m grind kk)! Spennandi og skemmtilegu hlaupi lýkur með sigri Ívars Kristins Jasonarsonar úr ÍR sem rennur skeiðið á 54,50 sekúndum. Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH kemur annar í mark á 55,13 sekúndum en hann nær ekki að nýta sér að Ívar datt næstum um þriðju síðustu hindrunina. Valdimar Friðrik Jónatansson úr Breiðabliki er þriðji á 56,46 sekúndum. 13.42 Óðinn Björn virðist óárennilegur í kúlunni. Hann er búinn að setja tvö köst í röð vel yfir 18 metrana í upphitun. Óðinn á best 20,22 en hann gæti fengið samkeppni í dag frá Sindra Lárussyni úr ÍR (17,22) og Stefáni Velemir úr FH (17,79.) 13.35 ÍSLANDSMEISTARI (400 m grind kvk)! Fyrsti meistari dagsins er auðvitað Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH. Fjórða gullið hennar þessa helgina. Hún kemur langfyrst í mark í 400 metra grindahlaupi kvenna á 59,62 sekúndum. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi var með silfrið öruggt þar til hún gat ekki meir síðustu 50 metrana og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR, fædd 2001, skaust fram úr henni. Fjóla Signý er meidd á ökkla. Flott silfur hjá Guðbjörgu sem hljóp á 1:04,21 mínútum en Fjóla var á tímanum 1:04,39. 13.30 Stangarstökk karla er að hefjast þar sem Krister Blær Jónsson, annar af tveimur sonum Jóns Arnars Magnússonar, er fyrstur í rásröðinni. Krister er lang sigurstranglegastur enda eini af þeim sem keppir sem farið hefur yfir fimm metra. Tristan Freyr, yngri sonur Jóns, keppir væntanlega ekki frekar en í gær vegna tognunar. 13.23 Veðrið er ekki jafngott og í gær hér í Kópavogi. Það hefur rignt mikið á höfuðborgarsvæðinu en akkurat þessa stundina helst hann þurr. Hlaupabrautin er rennblaut og það er kalt. Keppendur reyna hvað þeir geta að halda sér heitum. 13.21 Núna klukkan 13.30 hefst keppni í þrístökki kvenna, stangarstökki karla og hlaupið verður 400 metra grindahlaup karla og kvenna. Kringlukast kvenna hefst svo 13.40 og eftir því hástökk kvenna. Það verður keppt þétt í dag. 13.19 Í morgun fór fram forkeppni í 200 metra hlaupi karla og kvenna. Hjá konunum náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta tímanum á undan stjörnu gærdagsins, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr FH. Hafdís vann tvenn gullverðlaun í gær á fimm mínútum með tárin í augunum.13.15 Góðan daginn lesendur góðir og velkomin með Vísi á Kópavogsvöll. Eftir fimmtán mínútur hefst seinni keppnisdagur 89. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira