Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 14:28 Það verður mikið að gera hjá Ásgerði og stöllum hennar í Stjörnunni næsta mánuðinn. vísir/valli Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en sú síðarnefnda er fyrirliði Stjörnunnar sem er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Breiðabliki þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Maður er ekkert mikið að pæla í þessu en auðvitað er þetta viðurkenning og ég er ánægð með hana,“ sagði Ásgerður í samtali við blaðamann Vísis í dag. Þrátt fyrir að Stjarnan þurfi að vinna upp fjögurra stiga forskot Breiðabliks er Ásgerður bjartsýn á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Garðabænum. „Það er fullt eftir af mótinu. Við þurfum að hugsa um okkur og klára okkar leiki, ekki bara bíða eftir því að Blikar misstígi sig,“ sagði Ásgerður er Stjarnan og Breiðablik mætast eftir tæpan mánuð. Ásgerður segir Stjörnukonur ekki farnar að hugsa enn um þann leik. „Nei, alls ekki. Það er svo langt í þann leik. Við eigum eftir að fara til Kýpur og spila í Meistaradeildinni í millitíðinni og á Selfoss og fleira,“ sagði Ásgerður en Stjörnukonur eru að sigla inn í þéttskipaðan ágúst-mánuð þar sem liðið leikur átta leiki á 27 dögum, að því gefnu að það vinni Fylki í undanúrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. „Þetta verður ótrúlega erfiður mánuður en maður er í þessu fyrir þessa leiki og vill frekar spila en æfa. Við þurfum bara að hugsa vel um okkur og nýta hópinn eins og við getum,“ sagði Ásgerður. Nýr leikmaður bættist í lið Stjörnunnar á dögunum, hin brasilíska Francielle Manoel Alberto. Og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað með látum en Fran (eins og hún er kölluð) skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fylki. „Hún átti fínan leik gegn Fylki og allt liðið. Hún var réttur maður á réttum stað í leiknum en þessi stelpa býr yfir miklum gæðum og hefur mikla reynslu sem hjálpar okkur vonandi,“ sagði Ásgerður en Fran hefur leikið með brasilíska landsliðinu. „Hún hefur verið í brasilíska landsliðinu þannig að eitthvað hlýtur hún að geta. Hún er með góða ferilskrá en það eru margir góðir leikmenn sem hafa komið til Íslands og ekki höndlað fótboltann hérna. Við eigum eftir að sjá fleiri leiki með henni,“ sagði Ásgerður að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar fara til Kýpur og leika þar þrjá leiki á sex dögum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 26. júní 2015 06:00
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24