Æðstu stjórnendur heilbrigðismála krafðir svara Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2015 13:12 Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendur Landsspítalans koma fyrir velferðarnefnd Alþingis eftir hádegi til að svara því hvort áætlanir séu til um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum á spítalanum. Formaður nefndarinnar segir starfsmannaleigu geta leyst skammtímavanda en heilbrigðiskerfið verði ekki rekið til lengri tíma nema með fastráðnu starfsfólki. Velferðarnefnd Alþingis kemur saman til aukafundar klukkan eitt vegna þess ástands sem er innan Landsspítalans. Kjaramál hjúkrunarfræðinga eru nú fyrir gerðardómi eftir að mikill meirihluti þeirra felldi nýgerðan kjarasamnng. Rúmlega þrjúhundruð starfsmenn hafa sagt upp störfum á Landsspítalanum að undanförnu þar af um 260 hjúkrunarfræðingar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar segir að á fundinum muni æðsta stjórn heilbrigðismála í landinu sitja fyrir svörum nefndarmanna, það er að segja heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landsspítalans þótt uppsagnir nái einnig til annarra heilbrigðsstofnanna en spítalans. „Og það sem við viljum vita er hverjar afleiðingarnar yrðu ef til þessara uppsagna kemur. Hvað sé verið að gera til að koma í veg fyrir að þessar uppsagnir taki gildi og ef þær taka gildi hvaða áætlanir stjórnvöld séu þá með til að bregðast við þeim alvarlega vanda sem skapast,“ segir Sigríður Ingibjörg. Málið sé nú fyrir gerðardómi. En Bjarni Benediktsason fjármálaráðherra hafi sett fram víðari túlkun á umboði gerðardóms en beinlínis hafi komið fram í lögum sem sett voru um hann í vor. „En það sem stjórnvöld þurfa að gera er að segja með skýrum hætti að það eigi að setja aukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið og það eigi að leysa þessa deilu. Þetta eru mikilvægar stéttir og við getum ekki misst þær, segir formaður velferðarnefndar. Hópur hjúkrunarfræðinga sem sagt hefur upp störfum hyggst stofna starfsmannaleigu sem selja muni Landsspítalanum þjónustu sína. Þá hefur Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt í fréttum okkar að þessi staða bjóði upp á tækifæri til einkavæðingar í tengslum við heilbrigðiskerfið. Formaður velferðarnefndar segir hægt að leysa afmarkaðan og tímabundinn vanda með starfsmannaleigum. „En til lengri tíma litið verður heilbrigðiskerfið ekki rekið nema með fastráðnu starfsfólki og allt tal um einhverja einkavæðingu lýsir bara skilningsleysi á kerfinuÞví það mun eingöngu verða dýrarar og verra heilbrigðiskerfi til lengri tíma litið,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira