Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Linda Blöndal skrifar 20. júlí 2015 19:00 Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum. Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum.
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05