Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Linda Blöndal skrifar 20. júlí 2015 19:00 Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum. Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum.
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05