Trump segir konur vera „frábærar“ Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2015 17:33 Donald Trump mælist með mikið fylgi í skoðanakönnunum. Vísir/AFP Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump varði í það samband sem hann á við konur og sagði þær „frábærar“. Trump neitaði hins vegar að biðjast afsökunar á árásum sínum á fréttamann Fox News. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa gefið óbeint í skyn að spyrillinn Megyn Kelly hafi verið sérstaklega aðgangshörð í kappræðum Repúblikana á fimmtudaginn þar sem hún hafi verið á blæðingum. Í samtali við fjölda bandarískra fjölmiðla í dag sagðist Trump hins vegar vera í „frábæru sambandi“ við konur í viðskiptalífinu. „Þær standa sig stórkostlega vel og ég greiði þeim stórkostlega há laun.“Í frétt BBC kemur fram að auðjöfurinn hafi sagt umræddar konur græða pening fyrir hans hönd. „Þær geta sjálfar hagnast. Og í fjölda tilfella eru þær mjög hæfileikaríkar og geta verið með drápseðli í viðskiptum.“ Á meðan á kappræðum fimmtudagsins stóð neitaði Trump að biðjast afsökunar á orðum sínum um konur, en hann hefur áður kallað ýmsar konur sem honum líkar ekki við „feit svín“, „hunda“, „druslur“ og „ógeðsleg dýr“. Sagðist hann ekki hafa tíma fyrir pólitíska rétthugsun. Að kappræðum loknum sagði Trump að spurningar Kelly mættu ef til vill rekja til hormónastarfsemi hennar. Trump var um helgina meinað að flytja ræðu á fjölmennri ráðstefnu fyrir bandaríska íhaldsmenn vegna ummæla sinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump fær ekki að halda ræðu vegna ummæla sinna um konur Donald Trump átti að vera einn aðalræðumanna á fjölmennri ráðstefnu fyrir bandaríska íhaldsmenn síðar í dag. 8. ágúst 2015 14:29 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Trump kallar eftir yfirvegun í kappræðum Frambjóðandaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum ræða stefnu sína í beinni útsendingu á Fox. 6. ágúst 2015 07:15 Trump áberandi í fyrstu kappræðum Repúblikana Tíu af þeim sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana mættust í kappræðum í nótt. 7. ágúst 2015 08:13 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump varði í það samband sem hann á við konur og sagði þær „frábærar“. Trump neitaði hins vegar að biðjast afsökunar á árásum sínum á fréttamann Fox News. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa gefið óbeint í skyn að spyrillinn Megyn Kelly hafi verið sérstaklega aðgangshörð í kappræðum Repúblikana á fimmtudaginn þar sem hún hafi verið á blæðingum. Í samtali við fjölda bandarískra fjölmiðla í dag sagðist Trump hins vegar vera í „frábæru sambandi“ við konur í viðskiptalífinu. „Þær standa sig stórkostlega vel og ég greiði þeim stórkostlega há laun.“Í frétt BBC kemur fram að auðjöfurinn hafi sagt umræddar konur græða pening fyrir hans hönd. „Þær geta sjálfar hagnast. Og í fjölda tilfella eru þær mjög hæfileikaríkar og geta verið með drápseðli í viðskiptum.“ Á meðan á kappræðum fimmtudagsins stóð neitaði Trump að biðjast afsökunar á orðum sínum um konur, en hann hefur áður kallað ýmsar konur sem honum líkar ekki við „feit svín“, „hunda“, „druslur“ og „ógeðsleg dýr“. Sagðist hann ekki hafa tíma fyrir pólitíska rétthugsun. Að kappræðum loknum sagði Trump að spurningar Kelly mættu ef til vill rekja til hormónastarfsemi hennar. Trump var um helgina meinað að flytja ræðu á fjölmennri ráðstefnu fyrir bandaríska íhaldsmenn vegna ummæla sinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump fær ekki að halda ræðu vegna ummæla sinna um konur Donald Trump átti að vera einn aðalræðumanna á fjölmennri ráðstefnu fyrir bandaríska íhaldsmenn síðar í dag. 8. ágúst 2015 14:29 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Trump kallar eftir yfirvegun í kappræðum Frambjóðandaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum ræða stefnu sína í beinni útsendingu á Fox. 6. ágúst 2015 07:15 Trump áberandi í fyrstu kappræðum Repúblikana Tíu af þeim sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana mættust í kappræðum í nótt. 7. ágúst 2015 08:13 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Trump fær ekki að halda ræðu vegna ummæla sinna um konur Donald Trump átti að vera einn aðalræðumanna á fjölmennri ráðstefnu fyrir bandaríska íhaldsmenn síðar í dag. 8. ágúst 2015 14:29
Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29
Trump kallar eftir yfirvegun í kappræðum Frambjóðandaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum ræða stefnu sína í beinni útsendingu á Fox. 6. ágúst 2015 07:15
Trump áberandi í fyrstu kappræðum Repúblikana Tíu af þeim sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana mættust í kappræðum í nótt. 7. ágúst 2015 08:13