112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 14:54 Mynd: Björn Kr. Rúnarsson Vatnsdalsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að gefa rígvæna hænga þegar líður á sumarið. Það er engin breyting Þar á þessu sumri en stærsti laxinn sem vitað er um hingað til kom þar á land í gær og vó ferlíkið 13.5 kíló í háfnum sem teygir hann hátt í 30 ensk pund. Laxinn sem var hængur var mældur 112 sm. Þetta er svo vitað sé til langstærsti laxinn í sumar en nokkrir yfir meterinn eru þó komnir á land úr nokkrum ánum. Veiðimaðurinn er Sturla Birgisson og veiðistaðurinn Hnausastrengur en sá staður hefur í gegnum tíðina verið þekktur sem einn besti stórlaxastaður landsins. Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið ágæt í sumar en fór þó hægt af stað vegna kulda og vatnsmagns en það hefur þó fallið til betri vegar síðustu daga. Heildarveiðin í ánni það sem ef er sumri var 590 laxar á miðvikudaginn í síðstu viku og hefur dagsveiðin síðan verið góð. Í fyrra skilaði áin 765 löxum á þurrt og það er nokkuð klárt mál að áin á eftir að fara vel yfir þá tölu enda er nóg eftir af veiðitímanum og ennþá lax að ganga. Mest lesið 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Eldvatnsbotnar að detta inn Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði
Vatnsdalsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að gefa rígvæna hænga þegar líður á sumarið. Það er engin breyting Þar á þessu sumri en stærsti laxinn sem vitað er um hingað til kom þar á land í gær og vó ferlíkið 13.5 kíló í háfnum sem teygir hann hátt í 30 ensk pund. Laxinn sem var hængur var mældur 112 sm. Þetta er svo vitað sé til langstærsti laxinn í sumar en nokkrir yfir meterinn eru þó komnir á land úr nokkrum ánum. Veiðimaðurinn er Sturla Birgisson og veiðistaðurinn Hnausastrengur en sá staður hefur í gegnum tíðina verið þekktur sem einn besti stórlaxastaður landsins. Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið ágæt í sumar en fór þó hægt af stað vegna kulda og vatnsmagns en það hefur þó fallið til betri vegar síðustu daga. Heildarveiðin í ánni það sem ef er sumri var 590 laxar á miðvikudaginn í síðstu viku og hefur dagsveiðin síðan verið góð. Í fyrra skilaði áin 765 löxum á þurrt og það er nokkuð klárt mál að áin á eftir að fara vel yfir þá tölu enda er nóg eftir af veiðitímanum og ennþá lax að ganga.
Mest lesið 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Eldvatnsbotnar að detta inn Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði