Meiri líkur en minni á innflutningsbanni til Rússland Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 19:52 Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00
Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45
Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00