Mikil úrkoma og vatnavextir milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Miklir vatnavextir eru á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Vísir/Stefán Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni. Veður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.
Veður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira