„Úff, hvar á ég að byrja?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 22:59 Ásta Guðrún Helgadóttir ásamt þriðja bindi rannsóknarskýrslunnar. mynd/ásta „Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar. Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
„Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar.
Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira