Sagan af Blackberry stjórnarmaðurinn skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira