Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur greint frá nafni mannsins sem lést í flugslysinu í gærkvöld er lítil flugvél fórst í Barkárdal inn af Hörgárdal í gær.
Maðurinn hét Arthur Grant Wagstaff og var kanadískur ríkisborgari fæddur árið 1959. Að ósk ættingja verða ekki gefnar frekari upplýsingar um hinn látna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
