Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:21 Róbert Marshall vill ekki skipta um formann. Vísir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33