Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:16 Forsvarsmenn BHM og meðlimir í samninganefndinni í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það. Alþingi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það.
Alþingi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira