Gareth Bale byrjaði leikinn með látum og skallaði boltann í netið eftir rúmlega eina mínútu. James Rodriguez. Staðan var 2-0 í hálfleik en liðið byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þann fyrri þegar Karim Benzema setti boltann í netið í byrjun hálfleiksins.
James Rodriguez gerði síðan annað stórkostlegt mark nokkrum andartökum eftir markið frá Benzema þegar hann skoraði með bakfallsspyrnu inni í miðjum vítateig Real Betis.
Tuttugu mínútum fyrir leikslok fékk Real Betis dæmda vítaspyrnu en Ruben Castro Martin misnotaði hana.
Rétt fyrir lok leiksins skoraði Gareth Bale flott mark með skoti fyrir utan vítateig.
Niðurstaðan því auðveldur sigur heimamanna sem virðast vera komnir í gang í spænsku deildinni og komnir með fjögur stig.
Bale kemur Real Madrid í 1-0 á 2. mínútu
James Rodriguez með rosalegt mark fyrir Real Madrid - 2-0
Karim Benzema kemur Real Madrid í 3-0
Draumamark James Rodriguez
Gareth Bale skorar fimmta mark leiksins