Heiðar Már: Kínverska hrunið þýðir lítið fyrir Ísland Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 11:40 „Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni. Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
„Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni.
Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14