Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson er genginn í raðir FH en hann skrifaði undir samning við félagið í Kaplakrika í gær. Þetta kemur fram á mbl.is.
Kolbeinn, sem er tvítugur Akureyringur, keppti áður með UFA en hann mun nú flytjast í bæinn og keppa fyrir FH næstu árin.
Kolbeinn er einn af efnilegustu frjálsíþróttamönnum landsins en hann á Íslandsmet í 200 og 400 metra hlaupi innanhúss. Bæði metin setti hann á þessu ári.
Kolbeinn Höður í FH
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn

