Sport

Gatlin og Bolt í auðveldlega í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gatlin í hlaupinu í dag.
Gatlin í hlaupinu í dag. vísir/getty
Justin Gatlin og Usain Bolt tryggðu sig nokkuð örugglega í undanúrslitin í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Peking í Kína í dag.

Báðir voru þeir fyrstir í sínum riðli. Bolt hljóp á 9,97 sekúndum, en Gatlin hlaup á betri tíma eða 9,83 í sínum riðli. Bolt var ekki himinlifandi í samtali við Michael Johnson, spekúlant BBC um frjálsar íþróttir, en Bolt hljóp á 9,87 á dögunum.

„Ég var að hugsa of mikið um byrjunina. Yfir allt var þetta allt í lagi, ég notaði ekki af mikla orku. Ég er aðeins að reyna að klára dæmið," sagði Bolt við fjölmiðla.

Gatlin var ánægðari en Bolt og er spenntur fyrir undanúrslitahlaupinu: „Ég hef lagt mikið á mig fyrir þetta hlaup. Þetta snýst ekki um mig, þetta er um 100 metrana og að keppa eitt mest spennandi hlaupið við Usain Bolt - það er heiður."

Undanúrslitahlaupið fer fram síðar í dag, en Vísir mun fylgjast vel með mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×