2000 ferðamenn komust ekki til Akureyrar vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 16:57 Frá Akureyri. vísir/pjetur Stórt skemmtiferðaskip sem leggja átti að bryggju á Akureyri í morgun þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Um 2000 farþegar voru um borð í skipinu en vindstyrkur í höfninni var of mikill til að skipið kæmist að. 1200 farþegar höfðu bókað sér ferðir með SBA Norðurleið í dag en þar sem ekkert varð af komu skipsins varð heldur ekkert úr þeim ferðum. „Við vorum búin að skipuleggja ferðir víðs vegar um Norðurland, til dæmis í Mývatnssveit, Laufás og að Goðafossi. Þetta er gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið. Við vorum búnir að smala saman einhverjum þrjátíu bílum og þrjátíu leiðsögumönnum og sumir höfðu komið að sunnan með flugi með tilheyrandi kostnaði,“ segir Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar. Hann segir að málið muni einhverja eftirmála þar sem fyrirtækið sé nú að skoða að senda endurkröfu annað hvort á skemmtiferðaskipið eða ferðaskrifstofuna. Jóhannes Antonsson hjá Hafnasamlagi Norðurlands segir að svona lagað gerist ekki oft en komi fyrir. Þetta sé þó í fyrsta skipti á þessu ári sem að skemmtiferðaskip geti ekki lagt að bryggju á Akureyri. „Þetta voru einfaldlega óviðráðanlegar aðstæður og skipið hefði ekki getað komið að annarri bryggju hér í Eyjafirði,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að von sé á öðru stóru skipi á morgun og að smærri skip komi svo út september. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Stórt skemmtiferðaskip sem leggja átti að bryggju á Akureyri í morgun þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Um 2000 farþegar voru um borð í skipinu en vindstyrkur í höfninni var of mikill til að skipið kæmist að. 1200 farþegar höfðu bókað sér ferðir með SBA Norðurleið í dag en þar sem ekkert varð af komu skipsins varð heldur ekkert úr þeim ferðum. „Við vorum búin að skipuleggja ferðir víðs vegar um Norðurland, til dæmis í Mývatnssveit, Laufás og að Goðafossi. Þetta er gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið. Við vorum búnir að smala saman einhverjum þrjátíu bílum og þrjátíu leiðsögumönnum og sumir höfðu komið að sunnan með flugi með tilheyrandi kostnaði,“ segir Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar. Hann segir að málið muni einhverja eftirmála þar sem fyrirtækið sé nú að skoða að senda endurkröfu annað hvort á skemmtiferðaskipið eða ferðaskrifstofuna. Jóhannes Antonsson hjá Hafnasamlagi Norðurlands segir að svona lagað gerist ekki oft en komi fyrir. Þetta sé þó í fyrsta skipti á þessu ári sem að skemmtiferðaskip geti ekki lagt að bryggju á Akureyri. „Þetta voru einfaldlega óviðráðanlegar aðstæður og skipið hefði ekki getað komið að annarri bryggju hér í Eyjafirði,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að von sé á öðru stóru skipi á morgun og að smærri skip komi svo út september.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira