Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2015 14:38 Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið. Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið.
Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18