Enn af gengislánum Ólafur Stephensen skrifar 9. september 2015 11:00 Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun