Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson í viðtali á æfingu Íslands. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00