Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. september 2015 22:00 Eiður Smári var ónotaður varamaður í kvöld. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld. „Ég held að þetta eigi eftir að síga inn aðeins. Við stigum stórt skref í Hollandi og það skipti ekki máli hvernig leikurinn myndi spilast. Við þurftum bara að klára dæmið,“ sagði Eiður Smári. „Þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir utan að við tryggðum okkur sætið. Það skiptir engu máli. Nú fáum við tíma til að átta okkur á þessu.“ Eiður Smári sagði að nú þegar liðið er búið að ná markmiði sínu og tryggja sætið á EM í Frakklandi þá þarf að setja sér nýtt markmið. „Næst á dagskrá er að tryggja okkur efsta sætið. Við þurfum að hafa okkur það sem markmið. Ég held að það sé líka eitthvað til að halda mönnum við efnið og hvetja okkur áfram í næstu leikjum.“ Eiður Smári kom ekki við sögu í leiknum í kvöld en hann hefur aldrei verið eins ánægður eftir leik sem ónotaður varamaður. „Aldrei. Í dag skipti engu máli hver gerði hvað. Á endanum þarf að líta til baka. Allir hafa gert sitt og haft sitt hlutverk, hvort sem er á æfingum eða í leikjum. Það hafa allir unnið fyrir liðið,“ sagði Eiður Smári. Eiður hefur unnið margt á löngum ferli sínum og nægir þar að nefna Meistaradeild Evrópu, spænska og enska meistaratitilinn. Hvar stendur þetta afrek með landsliðinu í samanburði við það? „Þetta er ábyggilega svipuð tilfinning. Einhvern tíman sagði ég þegar ég var 16 ára gamall hjá PSV. Þá var ég spurður hver væri draumurinn. Ég sagði reyndar að það væri að komast á HM með Íslandi en ætli EM verði ekki bara að duga,“ sagði Eiður Smári brosandi út að eyrum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira