Fótbolti

Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggt sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar.

Þetta varð ljóst eftir að Ísland gerði markalaust jafntefli við Kazakstan á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Nánar má lesa um leikinn hér.

Ísland er á toppi A-riðils þegar átta umferðir eru búnar með nítján stig, jafn mörg og Tékkar sem eru í öðru sætinu. Tékkar hafa einnig tryggt sig inn á Evrópumótið. Tvær umferðir eru enn óleiknar, en þær verða leiknar í október.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót, en þeir voru afar nálægt því að tryggja sér sæti á HM í Brasilíu 2014. Þá tapaði Ísland í umspili fyrir Króatíu um laust sæti á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×