Fótbolti

Aron og Kolbeinn misstu af fagnaðarlátunum í Hollandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leiknum í Hollandi.
Kolbeinn í leiknum í Hollandi. vísir/valgarð
Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru strax eftir leik Íslands og Hollands í lyfjapróf og misstu þar af leiðandi af fagnaðarlátum Íslands í klefanum.

Aron Einar og Kolbeinn voru strax kallaðir í lyfjapróf eftir sigurinn frækna á fimmtudaginn, en þeir misstu því af miklum fögnuði Íslands í klefanum eftir leikinn.

Sjá meira: Frábært myndband frá sigurgleði strákanna eftir sigurinn

„Maður missir gífurlega mikið af vökva í svona leik og þetta gekk erfiðlega fyrst. Við reyndum að drekka og drekka til að geta pissað eitthvað,” sagði Aron Einar aðspurður út í þetta og Heimir gerði grín að þeim félögum.

Sjá meira: Aron Einar og Kolbeinn í lyfjapróf

„Gerist þetta ekki með aldrinum? Menn eiga alltaf erfiðara og erfiðara með að pissa,” sagði Heimir og hló dátt. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, þýddi svo af íslensku yfir á ensku og sagði við erlenda blaðamenn að hann vissi ekki hvort Heimir talaði af reynslu.

Sjá einnig: Myndasyrpa frá ógleymanlegu kvöldi á Amsterdam Arena

„Sjúkraþjálfarnir eiga mikið hrós. Þeir voru að til 02:20 að nudda menn, en þetta er erfiður leikur á morgun. Við þurfum að aðlagast áhuganum og þurfum að læra af leiknum gegn Króatíu. Við ætlum að klára þetta á morgun,” bætti Aron við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×