UFC 191: Tekst Johnson að verja titilinn eina ferðina enn? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. september 2015 20:00 Úr vigtuninni frá því í gær. Vísir/Getty UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers MMA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
UFC 191 fer fram í kvöld þar sem Demetrious Johnson ver fluguvigtartitil sinn gegn John Dodson. Þá munu hnefar fljúga þegar þungavigtarmennirnir Frank Mir og Andrei Arlovski mætast á þessu spennandi kvöldi. Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst í janúar 2013. Þar fór meistarinn Johnson með sigur af hólmi í frábærum bardaga. Dodson tókst þó að slá meistarann þrívegis niður og hefur harma að hefna í kvöld.Sjá einnig: Gamli bardaginn – Demetrious Johnson gegn John Dodson Demetrious Johnson er einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Hann er stöðugt að bæta sig og virðist alltaf vera einu (eða nokkrum) skrefum á undan andstæðingum sínum. Dodson er þó sá sem hefur komist næst því að sigra Johnson. Það hafa því margir beðið eftir þessum bardaga af mikilli eftirvæntingu og loksins berjast þeir aftur í kvöld. Þetta verður viðburðarrík vika fyrir Dodson en auk þess að berjast um titil í kvöld eignaðist hann sitt fyrsta barn í vikunni. Hinir 36 ára gömlu Frank Mir og Andrei Arlovski mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir endurvakið feril sinn eftir dapurt gengi. Nú er Arlovski mögulega einum bardaga frá titilbardaga sem þótti fráleit hugmynd fyrir tveimur árum síðan. Arlovski mun leitast eftir rothögginu en hann á flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC eða níu talsins. Mir er aftur á móti hættulegri í gólfinu og er með níu sigra eftir uppgjafartök. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn John Dodson Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Frank Mir Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Jimi Manuwa Léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Corey Anderson Strávigt kvenna: Paige VanZant gegn Alex Chambers
MMA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira