Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2015 23:58 Sýrlenski herinn hefur þurft að láta undan sóknum uppreisnarhópa undanfarna mánuði. Vísir/AFP Sýrlenskir hermenn eru nú byrjaðir að nota nýjar tegundir vopna. Þau eru fengin frá Rússum sem hafa verið að auka umsvif sín í Sýrlandi undanfarið. Heimildarmaður Reuters fréttaveitunnar segir vopnin vera mjög nákvæm og að hermennirnir hafi verið þjálfaðir í notkun þeirra undanfarna mánuði. Hinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða vopn um væri að ræða og sagði einungis að hægt væri að nota þau í lofti og á jörðu niðri. Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði einnig í dag að Rússland hefði útvegað sýrlenska hernum ný vopn. Í sjónvarpsáhori í ríkissjónvarpi Sýrlands sagði hann að stjórnvöld væru tilbúin til að biðja Rússa um að berjast sér við hlið ef þörf væri á. Moualem tók þó fram að engir slíkir hermenn væru staddir í Sýrlandi. Yfirvöld í Rússlandi segja tilgang aðgerða sinna í Sýrlandi vera að berjast gegn hryðjuverkum, vernda Sýrland sem ríki og að koma í veg fyrir stórslys á svæðinu. Sjá einnig: Tilbúnir til viðræðna við Rússland Bandaríkin og bandamenn þeirra óttast að aukin þátttaka Rússa í átökunum í Sýrlandi myndu draga stríðið á langinni. Þeir vilja losna við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem fyrst. Bandaríkin, Sádi-Arabía og Tyrkland hafa stutt við bakið á uppreisnarhópum sem berjast gegn stjórnarhernum og Assad. Aftur á móti hefur Assad verið studdur af Rússum, Íran og Hezbollah samtökunum frá Líbanon. Stjórnarher Sýrlands gerði í dag loftárásir á borgina Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en sýrlensku samtökin Syrian Observatory for Human Rights, segja minnst átján hafa fallið í þeim. Mið-Austurlönd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Sýrlenskir hermenn eru nú byrjaðir að nota nýjar tegundir vopna. Þau eru fengin frá Rússum sem hafa verið að auka umsvif sín í Sýrlandi undanfarið. Heimildarmaður Reuters fréttaveitunnar segir vopnin vera mjög nákvæm og að hermennirnir hafi verið þjálfaðir í notkun þeirra undanfarna mánuði. Hinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða vopn um væri að ræða og sagði einungis að hægt væri að nota þau í lofti og á jörðu niðri. Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands, sagði einnig í dag að Rússland hefði útvegað sýrlenska hernum ný vopn. Í sjónvarpsáhori í ríkissjónvarpi Sýrlands sagði hann að stjórnvöld væru tilbúin til að biðja Rússa um að berjast sér við hlið ef þörf væri á. Moualem tók þó fram að engir slíkir hermenn væru staddir í Sýrlandi. Yfirvöld í Rússlandi segja tilgang aðgerða sinna í Sýrlandi vera að berjast gegn hryðjuverkum, vernda Sýrland sem ríki og að koma í veg fyrir stórslys á svæðinu. Sjá einnig: Tilbúnir til viðræðna við Rússland Bandaríkin og bandamenn þeirra óttast að aukin þátttaka Rússa í átökunum í Sýrlandi myndu draga stríðið á langinni. Þeir vilja losna við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem fyrst. Bandaríkin, Sádi-Arabía og Tyrkland hafa stutt við bakið á uppreisnarhópum sem berjast gegn stjórnarhernum og Assad. Aftur á móti hefur Assad verið studdur af Rússum, Íran og Hezbollah samtökunum frá Líbanon. Stjórnarher Sýrlands gerði í dag loftárásir á borgina Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en sýrlensku samtökin Syrian Observatory for Human Rights, segja minnst átján hafa fallið í þeim.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira