Siðanefnd FIFA bárust sönnunargögn þess efnis að Valcke hafi í starfi sínu reynt að græða á miðasölu á HM í fótbolta með því að selja miða á uppsprengdu verði og hirða mismuninn.
Þetta hefur legið í loftinu í nokkurn tíma, en bresk blöð hafa fjallað um mál Valcke í nokkra mánuði og sérstaklega eftir að spillingarmálin urðu opinber innan FIFA.
Valcke hefur verið framkvæmdastjóri FIFA og hægri hönd Sepps Blatters síðan 2007.
Sjálfur neitar hann þessu ásökunum, að því fram kemur í frétt Guardian um málið
Sepp Blatter's No 2 Jerome Valcke now under investigation by FIFA ethics committee https://t.co/lusfOS6CN9
— Rob Harris (@RobHarris) September 17, 2015