Hafa fjórum sinnum bjargað ferðamönnum á viku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 14:29 Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitarmönnum á Höfn í Hornafirði síðastliðna viku. Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Höfn í Hornafirði hafa farið í fjögur útköll á viku til að bjarga erlendum ferðamönnum. Í gær björguðu þeir tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu við Fláajökul. Ferðamennirnir höfðu varið deginum í göngu á Fláajökli þegar þeir lentu í sjálfheldu í klettabelti í jöklinum eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð. „Það var smá vinna sem að þurfti að fara fram þar til að í rauninni greina hvar þeir væru nákvæmlega á svæðinu. En við svo sem gerðum okkur tiltölulega fljótt grein fyrir hvar þeir hugsanlega væru,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Níu björgunarsveitarmenn fóru á staðinn. Nokkuð greiðlega gekk að koma öðrum manninum niður. Björgunarsveitarmaður þurfti hins vegar að síga til að geta hjálpað hinum niður. Friðrik segir töluvert álag hafa verið á björgunarsveitarmenn á svæðinu undanfarna viku. „Þetta er sem sagt fjórða útkallið núna á viku hjá okkur og annað útkallið þar sem við erum að fara í erlenda ferðamenn sem að eru í sjálfheldu og ég held að kannski ástæðan sé aðallega sú að það er bara, það er mikið af túrisma hérna á þessu svæði, suðausturhorninu og maður kannski merkir það einna helst á gististöðum og veitingahúsum að heimafólk sér sér varla fært að fara þarna inn því að þetta er bara hálffullt,“ segir Friðrik. Hann segir hin tvö útköllin einnig hafa verið vegna erlendra ferðamanna. Þekkingarleysi á umhverfinu geri oft ferðamönnum erfitt fyrir. „Þessir til dæmis þeir bara áttuðu sig ekki á því að myrkrið myndi skella á svona fljótt. Það er náttúrulega, þegar dag fer að stytta eins og er að hérna þá gerist þetta svakalega fljótt að myrkrið kemur þannig að ég held að það sé nú svona kannski oft vanþekking og líka bara, þetta skiptir oft bara nokkrum mínútum sko hvort þú kemst niður fyrir eitthvað eða já á áfangastað áður en að myrkrið skellur á,“ segir Friðrik Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13 Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07 Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44 Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03 Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ferðamann í sjálfheldu Erlendur ferðamaður komst í dag í sjálfheldu í Smjörgili sem er um 1,5 kílómetra suður af Gígjökli. 2. september 2015 15:13
Björgunarsveitir leituðu hreindýraskyttu og leiðsögumanni í nótt Um tvö leitið í nótt komu mennirnir tveir til byggða, heilir á húfi en þreyttir. 7. september 2015 08:07
Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja göngumann sem er á ferð skammt frá Landmannalaugum. 10. september 2015 12:44
Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna Báðir fluttir með sjúkrabíl undir læknishendur. 13. september 2015 12:03
Fannst látinn í Seyðisfirði Erlendur maður sem leitað var fyrr í dag fannst í kvöld látinn. Ekkert hafði spurst til hans frá því á þriðjudag. 12. september 2015 23:15