Mariota hafði betur í baráttu nýju leikstjórnendanna | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 12:00 Mariota þreytti frumraun sína í NFL-deildinni í gær. Vísir/Getty Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira