Bylting í dreifileiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 11:50 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur þetta jákvæða þróun fyrir dreifingu. Vísir/Daníel Rúnarsson Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar. Netflix Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar.
Netflix Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira