Rodgers stórkostlegur í öruggum sigri Green Bay Packers | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 17:45 Rodgers gefur hér skipanir til Randall Cobb. Vísir/Getty Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers unnu sannfærandi 38-28 sigur á Kansas City Chiefs í lokaleik 3. umferð í NFL-deildinni á heimavelli í nótt. Leikmenn Packers höfðu unnið báða leiki sína fram að leik gærdagsins en Kansas City Chiefs tapaði á útivelli gegn Denver Broncos í síðustu umferð eftir sigur á Houston Texans í fyrstu umferð. Rodgers hóf leikinn með látum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum strax í fyrsta leikhluta og alls þremur snertimörkum í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Kansas City Chiefs áttu í töluvert meiri vandræðum í sóknarleiknum en tókst að komast á blað með snertimarki frá Jamaal Charles í öðrum leikhluta en Green Bay Packers leiddi 24-7 í hálfleik.Jamaal Charles teygir sig í endamarkið fyrir snertimarki.Vísir/GettyEftir sitt hvort snertimarkið í þriðja leikhluta reyndu leikmenn Kansas City að saxa á forskot heimamanna í fjórða leikhluta og hljóp Jamaal Charles tvisvar til viðbótar í markið fyrir snertimarki en vörn liðsins tókst ekki að stöðva Aaron Rodgers. Green Bay Packers skoraði snertimark í fjórða leikhluta sem gerði út um leikinn. Átti Rodgers stutta sendingu á Randall Cobb sem skoraði snertimark, sitt þriðja í leiknum og fimmta snertimarkssending Rodgers í leiknum. Green Bay hefur unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins en liðið mætir vængbrotnu liði San Fransisco 49ers á útivelli í næstu umferð á meðan leikmenn Kansas City Chiefs eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Cincinnatti Bengals. Hægt er að sjá allt það helsta úr leiknum hér, bestu tilþrif Rodgers í leiknum hér og tilþrif Jamaal Charles hér. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers unnu sannfærandi 38-28 sigur á Kansas City Chiefs í lokaleik 3. umferð í NFL-deildinni á heimavelli í nótt. Leikmenn Packers höfðu unnið báða leiki sína fram að leik gærdagsins en Kansas City Chiefs tapaði á útivelli gegn Denver Broncos í síðustu umferð eftir sigur á Houston Texans í fyrstu umferð. Rodgers hóf leikinn með látum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum strax í fyrsta leikhluta og alls þremur snertimörkum í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Kansas City Chiefs áttu í töluvert meiri vandræðum í sóknarleiknum en tókst að komast á blað með snertimarki frá Jamaal Charles í öðrum leikhluta en Green Bay Packers leiddi 24-7 í hálfleik.Jamaal Charles teygir sig í endamarkið fyrir snertimarki.Vísir/GettyEftir sitt hvort snertimarkið í þriðja leikhluta reyndu leikmenn Kansas City að saxa á forskot heimamanna í fjórða leikhluta og hljóp Jamaal Charles tvisvar til viðbótar í markið fyrir snertimarki en vörn liðsins tókst ekki að stöðva Aaron Rodgers. Green Bay Packers skoraði snertimark í fjórða leikhluta sem gerði út um leikinn. Átti Rodgers stutta sendingu á Randall Cobb sem skoraði snertimark, sitt þriðja í leiknum og fimmta snertimarkssending Rodgers í leiknum. Green Bay hefur unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins en liðið mætir vængbrotnu liði San Fransisco 49ers á útivelli í næstu umferð á meðan leikmenn Kansas City Chiefs eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Cincinnatti Bengals. Hægt er að sjá allt það helsta úr leiknum hér, bestu tilþrif Rodgers í leiknum hér og tilþrif Jamaal Charles hér.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira