Tryggvi sem hóf ferilinn með ÍBV árið 1992 lék alls 241 leiki á 14 tímabilum í efstu deild á Íslandi en hann skoraði í þessum leikjum alls 131 mörk.
Kom síðasta mark hans í 3-1 tapi gegn ÍBV er hann var í herbúðum Fylkis þann 2. júní árið 2013 en uppboð verður á skónum á Facebook-síðu samtakanna og hægt er að fá meiri upplýsingar hér.
Þá er hægt að bjóða í hanskana sem Gunnar Nelson notaði í bardaganum gegn Jorge Santiano í London þann 16. febrúar 2013. Um er að ræða fyrsta bardagann sem Gunnar fór í þrjár lotur en ásamt hönskunum kemur árituð mynd frá Gunnari.