Jonathan Glenn líklega á leið til Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 13:00 Jonathan Glenn er búinn að skora ellefu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/anton Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti