Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hótar hungurverkfalli Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:48 Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Vísir/EPA Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi. Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust. Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik. Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12 Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31 Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik segist búa við ómanneskjulegar aðstæður og hefur hótað því að fara í hungurverkfall og svelta sig í hel. Þá hefur hann hótað því að kæra Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.Norskir og sænskir fjölmiðlar greina frá því að Breivik hafi sent þeim bréf þar sem hann lýsir þeim aðstæðum sem hann þarf að búa við í Skien-fangelsinu. Segir hann aðstæður hans hafa versnað í byrjun septembermánaðar þegar nýjar reglur tóku gildi. Breivik segist nú bara geta átt í samskiptum við starfsmenn fangelsisins í gegnum lúgu í klefa sínum. Þá sé honum haldið meira í einangrun og það svæði sem hann hefur mátt hreyfa sig hefur minnkað. Aðstæðurnar hafa leitt til að hann hefur neyðst til að hætta í námi, en hann hóf nám í stjórnmálafræði við Ósló-háskóla í haust. Í bréfinu segir Breivik að ef þessum nýju reglum verði ekki aftur breytt muni hann halda hungurverkfalli áfram þar til hann deyr. „Ég get ekki meira,“ segir Breivik. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, segir að skjólstæðingar sinn hafi krafist þess að norsk stjórnvöld verði dregin fyrir rétt vegna brota þeirrar gegn mannréttindum Breivik. Anundsen hefur ekki viljað tjá sig um ásakanir Breivik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi vegna hryðjuverkanna í miðborg Óslóar og í Útey í júlí 2011.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12 Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31 Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Sameinast gegn hatri og fordómum í Útey Minningarathafnir fóru fram í Osló og Útey í dag vegna þeirra sem myrtir voru 22. júlí 2011. 22. júlí 2015 19:12
Breivik hefur háskólanám í haust Háskólinn í Ósló hefur samþykkt umsókn Anders Behring Breivik um að hefja nám í stjórnmálafræði. 17. júlí 2015 10:31
Hundruð unglinga komin til Úteyjar Fjórum árum eftir fjöldamorðin í Útey snúa ungliðar norska Verkamannaflokksins þangað aftur og halda útihátíð á eyjunni. Jens Stoltenberg vonast til að hægt verði að endurskapa stemninguna, eins og hún var áður en Breivik kom þangað. 7. ágúst 2015 07:00