Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:30 Kyle Lafferty og félagar í norður-írska landsliðinu komast á EM í fyrsta sinn með sigri í kvöld. Vísir/Getty Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira