Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 14:53 Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira