Sigmundur Davíð segir engan hafa misskilið orð sín um SDG í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 15:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/EPA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“ Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, nýta tækifærin til þess að snúa út úr orðum sínum. Það hafi hann gert í kjölfar ræðu ráðherrans á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í ár og sömuleiðis fyrir ári síðan. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Katrín vildi fá nánari útlistun á losunarmarkmiðum Íslands í ljósi orða forsætisráðherra í New York. Svo skemmtilega vill til að upphafsstafir í nafni forsætisráðherrans er einmitt skammstöfunin fyrir Sustainable Development Goals (SDG) sem er enski titillinn yfir sjálfbærnimarkmiðin sem unnið er með í stefnu Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni í New York fyrir rúmri viku að Íslendingar hefðu „nýlega heitið því að draga úr gróðurhúsalofttegunum um 40 prósent fyrir árið 2030.“ Greip Árni boltann á lofti og fagnaði ummælum ráðherra og stefnubreytingu til hins betra í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökum. Marga grunaði þó að Sigmundur Davíð væri að vísa í þátttöku Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins sem reynsti raunin. Það kom þó ekki fram í ræðunni. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að Ísland eitt og sér geti vel lækkað losun gróðurhúsalofttegunda um fjörutíu prósent.Vísir/Vilhelm Menn hlusta þegar Íslendingar tala „Það var enginn slíkur misskilningur á þessum fundi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Allir hafi vitað um hvað málið snerist. Hins vegar hafi menn heima á Íslandi séð sér leik á borði og snúið út úr orðum ráðherra. Er ljóst að Sigmundur Davíð átti við Árna Finnsson og benti á að hann hefði gert slíkt hið sama á leiðtogafundinum í fyrra. Þá hvatti Sigmundur Davíð „þjóðir heims til að ganga til liðs við alheimsbandalag á sviði jarðhitanýtingar,“ og benti á að Ísland stefndi á framtíð án jarðefnaeldsneytis. Yfirlýsingunni fögnuðu Náttúruverndarsamtök Íslands og sögðu ræðuna marka stefnubreytingu „sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.“ Sigmundur Davíð minnti á það, í ræðustól Alþingis í dag, að engir stæðu Íslendingum snúningum þegar kæmi að endurnýjanlegri orku. „Þess vegna hlusta menn þegar Íslendingar ræða um þessi mál.“
Alþingi Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Bensín og olía Utanríkismál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 „Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands 28. september 2015 12:25