Barcelona án Lionel Messi tapaði gegn Sevilla á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag 1-2. Sóknarleikur Börsunga í leiknum var slakur og var greinilegt á liðinu að þeir söknuðu Messi sem meiddist á dögunum.
Messi verður frá næstu vikurnar eftir að hafa farið meiddur af velli í 2-1 sigri Barcelona gegn Las Palmas á heimavelli en Börsungar sluppu með 2-1 sigur á Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í vikunni.
Markalaust var í hálfleik í Sevilla í dag en heimamenn settu tvö mörk með skömmu millibili og voru þar að verki Michael Kron-Dehli og Vicente Iborra.
Neymar minnkaði muninn af vítapunktinum þegar korter var til leiksloka en lenga komust spænsku meistararnir ekki.
Barcelona situr því áfram í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Villareal í efsta sæti en þeir geta misst erkifjendurna í Real Madrid upp fyrir sig takist Madrídar-mönnum að sigra borgarslaginn á morgun.
